Stóreldhús á sýningunni Internorga í Hamborg
Við viljum vekja athygli á áhugaverðri sýningu, Internorga í Hamborg.
Sýningin er fyrir allt fagfólk, stjórnendur og eigendur hótel-og veitingahúsa, kaffihúsa, skyndibitastaða, mötuneyta, bakaría og matvælaframleiðslufyrirtækja.
Ég verð á sýningunni 9-13 mars og verð aðallega staðsettur á bás Costa Group í höll B6, básnúmer 544.
Einnig verða á sýninguni flest allir birgjar Stóreldhúss.
Kveðja,
Gunnar Guðsveinsson